KGM opnar söluskrifstofu í Þýskalandi með það að markmiði styrkja stöðu sína enn frekar á erlendum mörkuðum.

Nýja dótturfélagið, sem er annað erlenda sölufyrirtæki KGMí beinni eigu eftir að ástralska einingin var stofnuð árið 2019, verður með höfuðstöðvar í Frankfurt – fjármálamiðstöð Þýskalands.

KG Mobility hélt ráðstefnu í Frankfurt í tilefni opnunarinnar ásamt fulltrúum frá 170 umboðsaðilum.  Fyrirtækið staðfesti að það stefni að því að auka sölu á þessum markaði með „staðbundinni markaðssetningu“, öflugri þjónustu við viðskiptavini og nánu samstarfi við söluaðila.

KGM ætlar sér stóra hluti á rafbílamarkaðnum í náinni framtíð en rafbíllinn Torres EVX var frumsýndur hér á landi í haust og verður nýr rafmagnsjeppi og rafmagnspallbíll kynntir á næstu misserum.

„Bílabúð Benna hefur verið umboðsaðili fyrir SsangYong/KGM í  um 30 ár og með aðkomu KG sem er meðal stærri fyrirtækja í Suður-Kóreu að  þá er óhætt að fullyrða að framtíðin hjá þessum elsta bílaframleiðanda Suður Kóreru hefur aldrei verið bjartari. Ákvörðunin að opna söluskrifstofu í Frankfurt staðfestir að KGM er ætlar sér stóra hluti í Evrópu og við erum afar spennt að fá að taka þátt í þeirri vegferð.“ Segir Benedikt Eyjólfsson, forstjóri Bílabúðar Benna.