Leiðandi bílaframleiðandi í 70 ár.
KGM markar nýtt upphaf á íslenskum bílamarkaði en á þessu ári breytist nafn hins gamalgróna framleiðanda SsangYong í KGM. SsangYong hefur verið leiðandi bílaframleiðandi í 70 ár og boðið upp á öfluga og vel útbúna bíla á góðum kjörum.
KGM mun halda áfram að bjóða upp á fjölbreytt úrval jeppa og jepplinga sem og kynna nýja og glæsilega línu 100% rafbíla á næstu misserum.
Rexton – Jeppi fyrir kröfuharða
Það segir töluvert þegar eitt virtasta fagrit á bílamarkaðnum í dag, 4×4 Magazine, velur Rexton sem bíl ársins fram yfir aðra sambærilega jeppa. sú var einmitt raunin þegar nýjastsa kynslóð Rexton var kynnt til leiks. Samkeppnin í þessum flokki var ekki af verri endanum en þeir sem komu einnig til greina voru m.a. Toyota Land Cruiser og Mercedes Benz G-Class. Niðurstaða dómnefndar var skýr; KGM Rexton skarar framúr með hæstu einkunn bæði sem besti jeppinn og bestu kaupin, og hlaut því titilinn 4×4 Jeppi ársins það árið. Komdu og reynslu aktu KGM Rexton, 7 manna lúxusjeppi frá KGM.
Nýr Musso Grand
Musso er nafn sem íslenskt jeppaáhugafólk þekkir vel en og hér er á ferðinni ný og stórendurbætt útfærsla. Musso Grand er stór og glæsilegur vinnuþjarkur sem sameinar styrk, þægindi, nýjustu tækni og fyrsta flokks öryggi. Með einstökum aksturseiginleikum og glæsilegri hönnun er hann búinn fyrir allar aðstæður. Musso hefur að auki unnið til fjölda verðlauna á erlendri grundu undanfarin ár í flokki pallbíla og má t.a.m. nefna:
• 4×4 Magazine: Bestu kaupin í flokki pallbíla árið 2024
• Top Gear Besti dísel pallbíllinn árið 2024
• Carbuyer: Besti pallbíllinn árið 2023
Korando fyrir íslenskar aðstæður
Það er ótrúlega margt sem mælir með fjórhjóladrifnum Korando frá KGM. Hann státar af framsæknu útliti jafnt að utan sem innan. Kraftmikill Korando slær dýrari jeppum við á ótal sviðum, hann er hlaðinn búnaði og tækni og hentar einstaklega vel fyrir íslenskar aðstæður.
Komdu og reynsluaktu Korando.