Um KGM

Allt frá stofnun árið 1954 hefur KGM, sem áður hét SsangYong, verið leiðandi bílaframleiðandi í Suður-Kóreu.

Félagið hefur ávalt notið virðingar og trausts fyrir tæknilegar lausnir auk þess að standa uppúr fyrir gæði á frábæru verði.

Bílabúð Benna hefur verið umboðsaðili fyrir framleiðandann á Íslandi síðan 1995 og hafa þúsundir ánægðra viðskiptavina notið þess að aka um á tegundum sem margir þekkja eins og Musso, Rexton, Korando og Tivoli.

Árið 2023 keypti Kóreska stórfyrirtækið KG ráðandi hlut í SsangYong. KG er eitt af öflugustu fyrirtækjum Suður-Kóreu með starfsemi á svið hátækni, málmiðnar og þjónustu.

Í kjölfar kaupanna var kynnt nýtt nafn á þessum gamalgróna framleiðanda en nýtt nafn sækir grunn sinn til móðurfélagsins og verður KGM.

Þessi breyting er táknræn fyrir hugarfarsbreytingu framleiðandans sem nú sækir fram af ótrúlegum krafti.

Við hlökkum til að taka á móti þér í uppfærðum sýningarsal KGM að Krókhálsi 9 og kynna fyrir þér breiða línu af öflugum og hagkvæmum jeppum og jepplingun.