KGM Torres EVX – Skarar fram úr
Torres EVX
Torres EVX er stór, rúmgóður og 100% rafmagnaður. Djörf og framsækin hönnun, fyrsta flokks innanrými ásamt nýrri, háþróaðri rafhlöðutækni sem ábyrgir rafmagnað ferðlag í milljón kílómetra.
- Allt að 462 km drægni (skv. WLTP)
- 73,4 kWh rafhlaða
- Allt að 1.500 kg dráttargeta
- Stafrænt mælaborð ásamt 12,3″ margmiðlunarskjá
- Ríkulegur staðalbúnaður
- 7 ára ábyrgð
- 10 ára ábyrgð á rafhlöðu eða 1.000.000 km, hvort sem kemur á undan,
Þægindi og tækni í fyrirrúmi
Innanrýmið í Torres EVX er stílhreint og fágað þar sem áhersla er lögð á að skapa þægilegt andrúmsloft til að hámarka akstursupplifunina. Stemningslýsing, tvískipt stafrænt mælaborð, 12,3” margmiðlunarskjár með leiðsögðukerfi, Apple Carplay og android auto.
Klár í ferðlagið
Torres EVX er með 1.500 kg dráttargetu og ferð því létt með að draga tjaldvagn, fellýsi eða lítið hjólhýsi. Farangursrýmið er 839 lítrar en nær allt að 1.320 lítrum þegar búið er að leggja farþegasæti niður. Þú kemur því farangrinum og golfsettinu auðveldlega fyrir.
Ferðafélagi í milljón km.
Torres EVX kemur með nýjustu Blade rafhlöðunni frá BYD. Henni fylgir 10 ára ábyrgð eða allt að 1.000.000 km, hvort sem kemur á undan. Enginn annar rafbíll á Íslandi getur státað sig af svona langri ábyrgð á rafhlöðu Þú getur því ferðast áhyggjulaus í heilan áratug. Hún þolir einnig vel hnjask og því kjörin fyrir íslenskar aðstæður.Hún er 73.4 kWh og skilar 152 kW (201 hö) með 339 Nm hámarkstog.
Ef þig langar að fullnýta rafhlöðuábyrgðina þá getur þú t.d keyrt:
- 756 hringi í kringum Ísland, á þjóðvegi 1.
- 250 ferðir um Route 66 í Bandaríkjunum.
- 100 ferðir þvert yfir Evrópu og til baka
- 34 hringi í kringum Ástralíu
- 25 ferðir hringinn í kringum jörðina