Fjöðrun og grind

Sterkbyggð stálgrind

Musso er hannaður með sérstöku varnasvæði að framan sem tekur á sig mesta höggið við árekstur og eykur öryggi farþega til muna.

Vél og fjöðrunarkerfi er beintengd grindinni. Þetta hjálpar til við að draga úr miklum höggum sem myndast þegar ekið er yfir gróft vegyfirborð eða hraðahindranir og tryggir hámarks stöðugleika í akstri.

Fimm punkta gormafjöðrun

Fimm punkta gormafjöðrun að aftan bætir aksturseiginleika, eykur stöðugleika og mýkt í akstri. Hún er hönnuð til að stjórna hreyfingum afturhjóla á nákvæman hátt með því að nota fimm mismunandi arma. Hér er einföld skýring á því hvernig hún virkar:

  • Fimm punktar: Aðskildir armar  sem tengja öxulinn við grind bílsins á sitthvorri hlið bílsins. Hver tengipunktur/armur hefur ákveðið hlutverk til að tryggja aukinn stöðugleika og mýkt í akstri á grófari vegum.
  • Meiri stjórn: Með því að nota fimm tengipunkta  næst meiri stöðuleika í hreyfingu afturhjóla. Þetta tryggir betra grip, sérstaklega í beygjum og þegar bíllinn er undir miklu álagi.
  • Aukin mýkt: Vegna þess hve fjöðrunin er sveigjanleg og vel samstillt getur það tekið við höggum frá ójöfnum vegum án þess að fórna aksturseiginleikum. Þetta þýðir að bílstjórinn upplifir bæði betri akstursupplifun og meiri mýkt.
  • Meiri stöðuleiki: Fjöðrunin hálpar til við að halda bílnum stöðugum, jafnvel á háum hraða eða við erfiðar aðstæður.

Blaðafjöðrun

Blaðafjöðrun er einföld og sterk gerð afturfjöðrunarkerfis sem er mikið notað í vörubílum, pallbílum og jeppum. Hún er hönnuð til að bera mikinn þunga og þola grófan akstur. Þeir sem hyggja á þyngri flutninga er ráðlagt að panta blaðafjöðrun á Musso til að fá hámarksburðargetu.

Fjöðrunin notar bogalaga málmblöð sem liggja saman í stafla og eru úr sterkum málmi sem getur beygt sig lítillega en kemur svo aftur í upprunalega stöðu. Þegar hjólin fara yfir ójöfnur, beygjast blöðin til að taka við högginu og draga úr áhrifum þess á bílinn.

  • Einfaldleiki: Þetta kerfi er einfalt og áreiðanlegt, sem gerir það vinsælt í bílum sem þurfa að þola mikið álag, eins og vörubíla og vinnuvélar. Það krefst lítils viðhalds og er ódýrt í framleiðslu.
  • Burðargeta: Blaðafjöðrun hentar el til að til að bera þungar byrgðir. Vegna hönnunarinnar dreifir hún þunganum jafnt yfir ásinn og hjólin, sem bætir stöðugleika.

Fáðu nánari upplýsingar hjá söluráðgjöfum KGM.