Musso – Goðsögnin snýr aftur
Musso
Musso er öflugur, fjórhjóladrifinn og margverðlaunaður pallbíll sem er hannaður fyrir fjölbreytt og krefjandi verkefni. Hann er með læsanlegum millikassa og háu og lágu drifi og kemur með kraftmikilli 2,2 lítra dísel vél sem skilar 202 hö og 441 Nm hámarkstogi. Að auki er hann er með allt að 3.500 kg dráttargetu og 1.095 kg burðargetu.
Mætir þínum þörfum
Musso heldur tryggð við uppruna sinn sem hefðbundinn pallbíll. Auk þess að henta vel í daglegan akstur, er hann hannaður til að takast á við fjölbreytt verkefni, allt frá landbúnaði og byggingariðnaði til framleiðslu og vörudreifingar. Stærri pallur á Musso Grand hentar vel í stærri flutningar og rýmir t.a.m. Euro palletu.
Fyrsta flokks þægindi
Musso er hannaður til að flytja ýmsan varning á öruggan hátt en á sama tíma bjóða farþegum upp á fyrsta flokks þægindi. Hann er með rými fyrir 5 farþega og þó hann að stór og kraftmikill að utan þá einkennist farþegarýmið af þægindum og öryggi. Stílhrein, rúmgóð og fáguð hönnun skapar notalegt andrúmsloft og einstaka akstursupplifun fyrir fjölbreytt ferðalög.
Hlaðinn búnaði
Musso er hlaðinn tækni- og öryggisbúnaði. 12.3″ stafrænt mælaborð og 12.3″ margmiðlunarskjár sem kemur með leiðsögukerfi, Apple Carplay og Android auto, svæðaskiptri loftkælingu, stemningslýsingu og 360° myndavél.
Sterkur og stöðugur
Musso er byggður á sterkri stálgrind sem ásamt háþróaðri sjálfstæðri fjöðrun er hönnuð til að lágmarka hristing á ójöfnum vegum og hámarka stöðugleika þegar keyrt er yfir hraðahindranir. Öflugt fjórhjóladrif og læsanlegum millikassa með háu og lágu drifi eykur öryggi á krefjandi vegaslóðum.
Þessi hönnun tryggir að auki afar góða burðar- og dráttargetu en Musso er fær um að draga allt að 3.500 kg og getur borið allt að 1.095 kg á sama tíma.
Fyrsta flokks öryggi.
Musso er búinn sex háþróuðum loftpúðum til að vernda ökumann og farþega. Rafrænt stöðugleikakerfi (ESC) fylgist stöðugt með vegskilyrðum til að tryggja stefnuöryggi og, ef nauðsyn krefur, mun sjálfvirkt stilla aflsendingu og bremsa til að koma í veg fyrir að slys. Að auki bætir læsanlegur miðksassi grip á bröttum og sleipum brekkum.